Nú eru haust vörurnar komnar í hús með tilheyrandi hlýjum fatnaði. Það er farið að kólna og mikilvægt að klæða sig vel til að verða ekki veikur. Við höfum tekið upp mikið af fallegri vöru frá Doriani sem er nýjasta merki Herragarðsins. Allar vörur þeirra eru framleiddar á Ítalíu og stuðla þeir þannig að sjálfbærni og horfa framhjá kostnaðarsparnaði í því að útvista vinnu.

Þeir eru frægir fyrir peysurnar sínar sem eru úr kasmír ull og verða þær ómissandi í kuldanum í vetur. Það sem er í uppáhaldi hjá okkur strákunum frá Doriani eru þykkar rúllukraga peysur úr kasmír ull og þunnar rúllukraga peysur úr bómul. Ef þér er illa við kulda þá er þetta merki eitthvað fyrir þig.

 

Vinstri myndin sýnir þykku rúllukraga peysuna sem er frábær fyrr veturinn. Hún kom í gráu og bláu og er úr kasmír ull.

Hægri myndin sýnir rúllukraga peysuna úr bómul. Þær komu í fjórum litum. Hún fer vel undir jakka og þá sérlega ófóðraða jakka eins og þennan frá Armani.

 

 

Ef þú villt lesa þig til um Doriani Cashmere fyrirtækið, söguna og skoða fleiri myndir, smelltu þá á kassan hér að neðan.

Herragarðurinn

-klæðir þig vel