Stenströms var stofnað í Svíþjóð árið 1899 og eiga þeir langa sögu þegar kemur að framleiðslu á skyrtum. Stenströms er stofnað af August Stenströms og er fyrirtækið enn í eigu fjölskyldunnar.

 

Síðan Stenströms hóf störf hefur fyrirtækið búið til hágæða skyrtur fyrir karlmenn á öllum aldri. Þeir byrjuðu að gera einungis fyrir Svía en núna hefur fyrirtækið teigt sig landamæra á milli og klæðir fólk um allan heim. Þótt þeir hafa stækkað mikið hafa Stenströms ekki dregið úr gæðum í framleiðslu sinni. Úr bestu fáanlegu efnum og ávalt að leitast við að gera betur, gerir Stenströms að einum besta skyrtuframleiðenda í heimi. Það kemur því ekki á óvart að þeir eru fyrsta val sænsku konungsfjölskyldunnar. 

 

 

 

Smáatriðin

Eitt af því sem einkennir Stenströms eru smáatriðin. Þeir leggja mikið upp úr gæðum á öllum sviðum framleiðslunnar. Hver einasta skyrta er samansett úr 23 hlutum sem eru skornir og saumaðir af nákvæmni og einnig eru 60 ólík handtök sem tekur að sauma eina skyrtu. Í meira en 100 ár hefur Stenströms fullkomnað þetta ferli en eins og þeir segja sjálfir þá vilja þeir ávallt gera betur.

Kraginn: Það tekur 25 aðgerðir að sauma kragann á skyrtuna og gera hann tilbúinn. Það er ekki notað fatalím og er kraginn allur saumaður á. Þeir hafa verið lengi að fullkomna þetta og finnst okkur kraginn vera eitt af því sem gerir Stenströms skyrtur yfirburða.

Saumskapur: Aukinn sveigjanleiki í erminni gefur aukin þægindi og er meðal annars ermin saumuð með einni nál (e. single stiching). Það eru að minnsta kosti sex saumar á hvern cm sem eykur endingagildi skyrtunnar.

Tölur: Flestar tölur sem Stenströms notar eru handgerðar úr móður perlu (e. mother of pearl) . Til að auka endingagildi eru þær saumaðar með tveimur kross saumum. Hnappagatið er saumað með 66 saumum sem á að passa að skyrtan rifni ekki þegar þú hneppir henni.

Þetta ásamt mörgu öðru er það sem okkur finnst gera Stenströms að einu besta skyrtuframleiðenda í heimi. Hægt er að nálgast Stenströms í Herragarðinum Kringlunni og Smáralind.

Herragarðurinn
-klæðir þig vel