20% afsláttur af sérsaumuðum skyrtum 18. október næstkomandi

Átt þú erfitt með að finna þér skyrtu sem passar?

18. október næstkomandi kemur Michael Rönna frá Stenströms og viljum við bjóða viðskiptavinum okkar upp á 20% afslátt af sérsaumuðum skyrtum þann dag.

Fátt toppar sérsaumaða skyrtu frá Stenströms og erum við mjög ánægðir með að geta boðið ykkur upp á sérsaumaðar skyrtur frá þeim. Ef þú átt erfitt með að finna þér skyrtu sem passar fullkomlega eins og þú villt hafa hana eða langar í eitthvað öðruvísi, þá máttu ekki láta þetta framhjá þér fara.

Verð á sérsaumaðri skyrtu frá Stenströms er frá 26.980kr og af því verði bjóðum við 20% afslátt.

Mikilvægt er að panta tíma sem fyrst því takmarkað magn tíma er í boði.

Hægt er að panta tíma með að hringja í síma 568-9234 eða með að senda tölvupóst með tíma sem hentar ykkur, í netfangið mtm@herragardurinn.is.

eftir |2018-10-17T17:35:41+00:00september 28th, 2018|Slökkt á athugasemdum við 20% afsláttur af sérsaumuðum skyrtum 18. október næstkomandi