Þér er boðið – Kíktu við
Fimmtudaginn 26. september nk. frá 10:00 – 21:00 munum við kynna nýtt tískumerki hjá Herragarðinum og þér er boðið.
Oscar Jacobson er sænskt vörumerki sem við erum mjög spenntir að bjóða hér á Íslandi. Jakkaföt, stakir jakkar og yfirhafnir ásamt fallegum peysum verða hluti af úrvali Herragarðsins frá Oscar Jacobson.
Michael Birk sérfræðingur frá Oscar Jacobson verður hjá okkur í Kringlunni þennan dag og kynnir þetta glæsilega vörumerki fyrir viðskiptavinum Herragarðsins auk þess sem sérmælingar á jakkafötum eða stökum jökkum eru í boði þennan dag samkvæmt tímapöntunum.

Sérfræðingar frá Barker verða á staðnum
Sérfræðingarnir Oliver og Christian frá skófyrirtækið Barker sem sérhæfir sig í handsaumuðum skóm verða á einnig á staðnum. Oliver og Christian veita ráðgjöf við val á skóm og bjóða upp á sérpantanir þennan dag. Barker menn bjóða upp á frítt handsaumað belti með hverju pari.
Ef þú átt Barker skópar þá máttu endilega koma með það til okkar þennan dag og við burstum skóna upp fyrir þig.

Sérsaumur Herragarðsins – ný efni
Að auki verðum við með allar sérsaumsmöppur uppi með nýjum efnum fyrir haustið við og bjóðum upp á gríðarmikið úrval af jakka, skyrtu og jakkafataefnum.
Endilega kíktu við hjá okkur á þennan skemmtilega viðburð.