Við kynnum með stolti nýtt merki í Herragarðinum

Jakkaföt, stakir jakkar og yfirhafnir ásamt fallegum peysum eru hluti af úrvali Herragarðsins frá Oscar Jacobson. Bæði sérsaumur og fatnaður í stærðum úr tískulínum. Kíktu við í verslanir okkar og sjáðu það sem er í boði. Ef þú hefur áhuga á að bóka þig í sérsaum þar sem tekin eru mál og Oscar Jacobson fatnaður er saumaður á þig eftir máli þá bendum við þér á að hafa samband eða panta tíma í sérsaum.