Sérsaumsdagar í Herragarðinum

Við viljum bjóða viðskiptavinum okkar upp á 20% afslátt af sérsaumi 11. og 12. mars 2020.

Fátt toppar sérsaum og erum við mjög ánægðir með að geta boðið ykkur upp á slíkan gæða fatnað, sérssaumaðann á ykkur. Ef þú átt erfitt með að finna þér jakkaföt sem passa eins og þú villt hafa þau, rífur klofið auðveldlega á buxunum eða langar í eitthvað öðruvísi, þá máttu ekki láta þetta framhjá þér fara. Á síðustu árum hafa viðskiptavinir okkar nýtt þessi tilboð til að kaupa sér annað hvort spariföt, útskriftarföt, brúðkaupsföt eða endurnýjun á vinnufötum. Einnig hafa viðskiptavinir okkar sem vinna í jakkafötum nýtt sér slík tilboð og tekið auka buxur með til að láta jakkafötin endast lengur. Yfirleitt eru það buxurnar sem eyðileggjast fyrst.

BÓKA TÍMA
Sérsaumuð jakkaföt blá með dökkbláum köflum ljósbrúnt bindi

Við fáum góðan gest erlendis frá. Beau Van Gils sem er yfirklæðkeri Herragarðsins verður í versluninni til að veita ráðgjöf um val á efnum og sniðum. Þessa viku bjóðum við upp á 20% afslátt af öllum sérsaum frá Herragarðinum.

Ef þig langar til að vita verðbil á sérsaumi eða almennar fyrirspurnir ekki hika við að hringja í okkur í síma 568-9234 netfangið mtm@herragardurinn.is , hafa samband í gegnum heimasíðuna okkar eða kíkja í kaffi í Herragarðinn Kringlunni.

Mikilvægt er að panta tíma sem fyrst því takmarkað magn tíma er í boði.

BÓKA TÍMA
Stenstroms sersaumadar skyrtur vidburdur