haustlína Herragarðsins 2017

hr

„Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumars blíða“

Haustið er tími endurnýjunar. Við skiljum eftir léttleika sumarsins og skoðum aðra liti og önnur efni. Við leggjum áherslu á hlýja brúna liti, jarðlitaða gráa tóna í bland við bláa tóna í efnum frá bestu vefurum Ítalíu. Nú er tími ullarinnar. Falleg merino peysa og blazer úr flannelkenndu efni er skyldueign þetta árið. Yfirhöfn úr kashmírblöndu og peysur sem eru ofnar með kaðla eða vöfflumynstri gefa yfirbragð sem er engu líkt. Vandaðar gallabuxur við staka jakkann þinn er nauðsynleg viðbót í fataskápinn. Gallabuxur geta verið fínar og notaðar við helstu tækifæri hvort sem um er að ræða vinnu eða hvunndags. Næstu jakkafötin eiga ekki að vera úr sléttu efni. Veldu þér strúktur í efnið og þreifaðu á vefnaðnum. Þú átt skilið að eiga föt sem eru sérstök fyrir þig. Herragarðurinn klæðir þig vel- í haust!

Við klæðum þig fyrir öll tilefni

Njóttu þess að upplifa þig vel við öll tækifæri