LANDSLIÐIÐ2018-06-26T11:42:02+00:00
Loading...

Langar þig í landsliðsfötin?

FORPANTA LANDSLIÐSFÖTIN

Ferlið

Birkir í mælingu fyrir sérsaumuð landsliðsföt frá Herragarðinum

Birkir Bjarnason í mælingu

Rúrik í mælingu fyrir sérsaumuð landsliðsföt frá Herragarðinum

Rúrik Gíslason í mælingu

Aron í mælingu fyrir sérsaumuð landsliðsföt frá Herragarðinum

Aron Einar Gunnarsson í mælingu

MÆLING

Allt byrjaði þetta í San Fransisco þegar þrír fulltrúar Herragarðsins hittu landsliðsmennina á hóteli þeirra og á tveimur dögum, mældu fyrir sérsaumuðum jökkum og buxum, skóstærð og skyrtustærð. Við bjóðum upp á sérsaum á bæði jakkafötum og skyrtum og hefur það heillað landsliðið að geta farið sömu leið í klæðnaði og fyrir síðasta stórmót. Strákarnir litu glæsilega út síðast en þeir vildu breyta aðeins til fyrir HM.

Þú getur verslað allt dressið hjá okkur í Herragarðinum.

Landsliðsfötin 2018 frá Herragarðinum Jakkinn

Fyrirliðinn valdi

Í samráði við Aron Einar fyrirliða fórum við þá leið að setja strákana okkar í stakann jakka og stakar buxur í staðinn fyrir að vera eins og á Evrópumótinu 2016, þar sem þeir klæddust dökkbláum jakkafötum. Aroni fannst mikilvægt að þeir væru ekki eins stífir og var því þessi samsetning valin. Hann var einnig sterkur talsmaður þess að hafa KSÍ logo-ið framan á jakkanum og var þess vegna sett það framan á jakkann, líkt og á EM fötunum. Landsliðið klæðist hvítri skyrtu frá skyrtuframleiðandanum Stenströms, með silki bindi og hvítan klút sem passar við skyrtuna. Brúnir skór og brúnt belti setja svo púnktinn yfir i-ið.

Útkoman

Herragarðurinn klæðir landsliðið vel

Þegar strákarnir fengu fötin í hendurnar í litlu fundarherbergi á Hotel Nordica urði þeir hissa, útkoman var miklu flottari en þeir bjuggust við. Eins og Rúrik og Aron sögðu þá er þetta akkurat það sem þeir vildu, og meira. Herragarðurinn er hrikalega stoltur að hafa fengið að vera með í þessu verkefni að klæða strákana okkar fyrir fyrsta heimsmeistaramót karlalandsliðsins okkar.
Sérsaumur Herragarðsins Landsliðið 2018
Sérsaumur Herragarðsins Landsliðið 2018
MEIRA UM LANDSLIÐSFÖTIN

Rúrik vildi þrengri bux­ur og styttri erm­ar

By |júní 25th, 2018|Categories: Fréttir og viðburðir, HM 2018, Landsliðið|

Íslenska karla­landsliðið í fót­bolta var vel klætt þegar það hélt til Rúss­lands. Þeir klædd­ust sérsaumuðum föt­um frá Herrag­arðinum og það vakti at­hygli að jakk­inn og bux­urn­ar voru sitt í hvor­um litn­um. Rúrik Gísla­son vildi hafa [...]

Slökkt á athugasemdum við Rúrik vildi þrengri bux­ur og styttri erm­ar

Herragarðurinn klæðir landsliðið vel

By |júní 25th, 2018|Categories: Fréttir og viðburðir, HM 2018, Landsliðið|

Herragarðurinn í samstarfi við KSÍ og Íslenska landsliðið í Knattspyrnu, hannaði fötin sem strákarnir klæðast á HM. Strákarnir klæðast sérsaumuðum fötum frá Herragarðinum. Allt byrjaði þetta í San Fransisco þar sem þrír fulltrúar Herragarðsins hittu [...]

Slökkt á athugasemdum við Herragarðurinn klæðir landsliðið vel

Landsliðið er lagt af stað til Rússlands

By |júní 9th, 2018|Categories: Fréttir og viðburðir, HM 2018|

-Landsliðið er lagt af stað til Rússlands- Það er afar glæsilegur hópur sem leggur af stað til Rússlands á HM 2018. Strákarnir eru klæddir í föt frá Herragarðurinn sérsaumur og óskum við strákunum góðrar ferðar [...]

Slökkt á athugasemdum við Landsliðið er lagt af stað til Rússlands

Íslenska karlalandsliðið í sérsaumuðum jakkafötum

By |júní 2nd, 2018|Categories: HM 2018|

  Landsliðið heldur út til Rússlands í glæsilegum sérsaumuðum jakkafötum frá Herragarðinum. Strákarnir okkar verða flottir á erlendri grundu með smáatriðin á hreinu í glæsilegum jakkafötum. Við hjá Herragarðinum erum stolt af strákunum okkar og [...]

Slökkt á athugasemdum við Íslenska karlalandsliðið í sérsaumuðum jakkafötum