Oscar Jacobson2019-10-01T17:20:48+00:00

Oscar Jacobson

Stofnað 1903

hr

Oscar Jacobson er þekkt fyrir einstaklega vönduð vinnubrögð á fatnaði saumaðan úr úrvals efnum. Þú getur bæði fengið sérsaumaðan Oscar Jacobson fatnað og saumaðan eftir fyrirfram ákveðnum stærðum.

Oscar Jacobson herrafatnaður í Herragarðinum

Hvað er í boði

Jakkaföt, stakir jakkar og yfirhafnir ásamt fallegum peysum eru hluti af úrvali Herragarðsins frá Oscar Jacobson. Bæði sérsaumur og fatnaður í stærðum úr tískulínum.

Fréttir og viðburðir

Fylgstu með Oscar Jacobsen fréttum og viðburðum.

Sagan

Sögu Oscar Jacobson má rekja allt aftur til ársins 1903 þegar Johan Oscar Jacobsen byrjaði að framleiða efni, sauma og selja fatnað. Í upphafi var þetta aðallega vinnufatnaður, buxur og einfaldar skyrtur.

Brautryðjandinn

Árið 1908 hófst hönnun og framleiðsla á vandaðri fatnaði sem var boðinn í mismunandi númerum líkt og við þekkjum í dag. Þetta var nýjung á þeim tíma því fram til þessa hafði fatnaður verið saumaður eftir máli. Við þetta lækkaði verðið á fatnaði og salan jókst verulega.

Sagan heldur áfram

Upp úr árinu 1920 var farið að leggja meiri áherslu á gæði og sérhæfingu í framleiðslu. Það var svo upp úr 1950 sem Oscar Jacobson vörumerkið fór að þróast fyrir alvöru í þá átt sem það er núna. Þekkt fyrir einstakt handbragð og gæði á bæði sérsniðnum og fatnaði framleiddum eftir númerum.

Gæða tískumerki á Íslandi

Það var svo þegar Anders Jacobson tók við fyrirtækinu árið 1958 sem það mótaðist endanlega í þeirri mynd sem við þekkjum það. Með erlendum áhrifum á snið og tískulínur hófst framleiðsla á gæða tískufatnaði fyrir alvöru. Nú í dag er Oscar Jacobson í fremstu röð víða um heim og nú á Íslandi hjá Herragarðinum.

Langar þig í sérsaumaðan Oscar Jacobson fatnað?

BÓKAÐU MÆLINGU FYRIR OSCAR JACOBSEN

Go to Top