Oscar Jacobson
Stofnað 1903
Oscar Jacobson er þekkt fyrir einstaklega vönduð vinnubrögð á fatnaði saumaðan úr úrvals efnum. Þú getur bæði fengið sérsaumaðan Oscar Jacobson fatnað og saumaðan eftir fyrirfram ákveðnum stærðum.

Hvað er í boði
Jakkaföt, stakir jakkar og yfirhafnir ásamt fallegum peysum eru hluti af úrvali Herragarðsins frá Oscar Jacobson. Bæði sérsaumur og fatnaður í stærðum úr tískulínum.
Fréttir og viðburðir
Fylgstu með Oscar Jacobsen fréttum og viðburðum.
Oscar Jacobson nýtt vörumerki í Herragarðinum
Við kynnum með stolti nýtt merki í Herragarðinum Jakkaföt, [...]
Oscar Jacobson nýtt vörumerki í Herragarðinum – Sérviðburður
Þér er boðið - Kíktu við Fimmtudaginn 26. september [...]
Sagan
Sögu Oscar Jacobson má rekja allt aftur til ársins 1903 þegar Johan Oscar Jacobsen byrjaði að framleiða efni, sauma og selja fatnað. Í upphafi var þetta aðallega vinnufatnaður, buxur og einfaldar skyrtur.




Brautryðjandinn
Árið 1908 hófst hönnun og framleiðsla á vandaðri fatnaði sem var boðinn í mismunandi númerum líkt og við þekkjum í dag. Þetta var nýjung á þeim tíma því fram til þessa hafði fatnaður verið saumaður eftir máli. Við þetta lækkaði verðið á fatnaði og salan jókst verulega.
Sagan heldur áfram
Upp úr árinu 1920 var farið að leggja meiri áherslu á gæði og sérhæfingu í framleiðslu. Það var svo upp úr 1950 sem Oscar Jacobson vörumerkið fór að þróast fyrir alvöru í þá átt sem það er núna. Þekkt fyrir einstakt handbragð og gæði á bæði sérsniðnum og fatnaði framleiddum eftir númerum.
Gæða tískumerki á Íslandi
Það var svo þegar Anders Jacobson tók við fyrirtækinu árið 1958 sem það mótaðist endanlega í þeirri mynd sem við þekkjum það. Með erlendum áhrifum á snið og tískulínur hófst framleiðsla á gæða tískufatnaði fyrir alvöru. Nú í dag er Oscar Jacobson í fremstu röð víða um heim og nú á Íslandi hjá Herragarðinum.