SÉRSAUMUR2019-11-08T19:09:22+00:00

Herragarðurinn Sérsaumur

hr

Íslenska landsliðið í knattspyrnu klæðist sérsaumuðum fötum frá Herrgarðinum á leið til Rússlands á HM.

Strákarnir klæðast jakka og buxum úr 100% ull frá Vitale Barberes sem er elsta ullarmylla í heimi. Í samráði við Aron Einar fyrirliða var farið þá leið að vera í stökum jakka og stökum buxum í staðin fyrir að vera eins og á Evrópumótinu 2016, þar sem strákarnir klæddust dökk bláum jakkafötum. Aroni fannst mikilvægt að þeir væru ekki eins stífir og var því þessi samsetning valin. Hann var einnig sterkur talsmaður þess að hafa KSÍ logo-ið framan á jakkanum og var það því valið. Við erum hrikalega stoltir af þessu afreki íslenska liðsins og einnig mjög þakklátir fyrir að fá það tækifæri að klæða strákana okkar fyrir einn stærsta íþróttaviðburð í heimi.

Áfram Ísland

BÓKAÐU TÍMA

Sérsaumur fréttir og viðburðir

Ný efni í sérsaumi fyrir vor og sumar

Við höfum opnað fyrir sérsauminn okkar aftur með nýjum efnum fyrir vorið. Nýja efnismappan frá Stenströms er gríðalega falleg og inniheldur mikið af blómaefnum úr bómul og hör, einnig hefur röndótt verið mikið að koma inn. Að neðan eru nokkrar myndir sem innihelda skyrtur sem hægt er að panta í [...]

By |febrúar 12th, 2019|Categories: Fréttir og viðburðir, Sérsaumur fréttir og viðburðir|Slökkt á athugasemdum við Ný efni í sérsaumi fyrir vor og sumar

Smáatriðin

hr
Sérstaðan liggur í smáatriðunum. Þú getur valið úr fjölbreyttu úrvali efna frá öllum frægustu vefurum í heimi. Valið þér fóður og tölur sem passa við fötin og skóna. Þú getur sett annan lit á hnappagötin, undir kragann og skrifað nafnið þitt innan í jakkann og undir kragann. Landsliðið valdi að hafa „Áfram Ísland“ undir kraganum og eru þeir með fullt nafn innan í jakkanum. Þetta er eitt af því sem gerir sérsauminn sérstakann.

Allt þetta og miklu meira í sérsaumi hjá Herragarðinum

Er tilefni til að sérsauma jakkaföt fyrir næsta viðburð?

BÓKAÐU MÆLINGU FYRIR JAKKAFÖT

Sérsaumaðar Stenströms skyrtur

hr

Njóttu þess að eiga sérsaumaða skyrtu sem fellur einstaklega vel að líkamslögun þinni. Veldu litinn, hnappagötin, hnappanna og fleiri smáatriði eftir eigin höfði. Skapaðu þína eigin skyrtu. Við látum sérsaum Stenströms skyrtur á þig. Komdu við eða sendu okkur skilaboð.

Stenström í Herragarðinum

Ferlið

Svona gengur sérsaumur Herragarðsins fyrir sig

Mæling

Í upphafi kemur þú til okkar í Herragarðinn og sérfræðingar okkar taka mál og leggja ráð á efni, sniði og lit, allt fer þetta eftir tilefni. Við skráum mælingarnar í bókum okkar og getur þá viðkomandi notað sömu mál seinna ef málin ekkert breytist.

Velja snið og efni

Eftir máltöku þá veljum við efni í sérsaumuðu fötin. Við erum með mikið úrval af vönduðum efnum frá stærstu vefurum í heimi og möguleikarnir nær endalausir. Við veljum saman efnið sem þig langar og hvaða eiginleika þú vilt hafa í efninu, ásamt lit og áferð.

Smáatriðin

Þetta er sá hluti sem mörgum finnst skemmtilegastur og smáatriðin eru það sem gera fötin sérstök. Þú velur liti á tölur, lit á hnappagöt, fóður, saumskap, fóður í kraga, merkingar í kraga eins og landsliðið valdi „Fyrir Ísland“. Hér gerir þú fötin algjörlega að þínum eigin.

Afhending og seinni mátun

Þegar fötin koma til okkar í búðina 4-6 vikum seinna er farið í seinni mátun. Þá fara ráðgjafar okkar yfir fötin og sjá til þess að allt sé eins og eigi að vera. Valið eru aukahlutir sem passa við fötin eins og skyrta, skór og bindi.

Sérsaumur í Herragarðinum

Langar þig í eitthvað öðruvísi?

Bókaðu tíma hér fyrir neðan.

Við sérsaumum fyrir öll tilefni

FYRIR BRÚÐKAUP, ÚTSKRIFT EÐA VINNU

BÓKAÐU TÍMA

Go to Top