Sérsaumaðar skyrtur

 

Herragarðurinn býður afar vandaðar sérsaumaðar skyrtur frá Stenströms. Mikill metnaður og alúð er lögð við hvert smáatriði í hverri skyrtu. Þú mætir til okkar í Herragarðinum og við mælum þig og ráðleggjum við efnisval og snið. Hér fyrir neðan getur þú séð hvernig þú getur fengið sérhannaða og sérsaumaða skyrtu fyrir þig.

Fæst í Herragarðinum Kringlunni og Smáralind

Mælingin

Þegar þú hefur ákveðið að þú ætlir að fá þér sérsaumaða skyrtu þá byrjum við á að bóka tíma. Þegar þú mætir þá mælum við þig og ræðum hvernig þú vilt láta skyrtuna fara þér.

Efnið

Þegar við höfum lokið mælingu þá er veljum við efnið í skyrtuna. Stenströms býður eingöngu fyrstaflokks efni og bómullinn er sú allra besta sem völ er á. Þú getur  valið úr yfir xxxxx mismuandi efnum.

Kraginn

Þú veldur lagið á kraganum, hvernig kragahorn viltu hafa á skyrtunni. Viltu hafa sama efni í kraganum og skyrtunni, eða brjóta upp með öðrum litum. Þú getur valið að hafa allan kragann eins eða hafa annan lit innan á honum.

Einföld manchette

Þú velur efnið fyrir manchette á skyrtunni. Ef þú vilt hafa hana hneppta þá velur þú einfalda manchette.

Manchette fyrir ermahnappa

Ermahnappar gefa einstakt yfirbragð. Þú getur valið að láta gera skyrtuna fyrir ermahnappa og valið lit á þráðinn sem hnappagötin er saumuð með.

Hnappagötin

Hvert smáatriði gefur skyrtunni þinni einstakt útlit. Þú velur lit á þræðinum fyrir hnappagötin, bæði fyrir búkinn og á ermum.

Tölurnar

Stenströms býður einstaklega fallegar og fjölbreyttar tölur. Þú velur lit og áferð tölunum. Fallegar tölur úr sérvöldum skeljum gera skyrtuna þína glæslegri.

Ermahnapparnir

Stenströms býður einstaklega fjölbreytt úrval ermahnappa í mörgum útfærslum sem setja punktinn yfir „i-ið“ í einstakri skyrtu fyrir þig.

Klútur í stíl

Fáðu klút í stíl við skyrtuna. Gefur einstakt heildarútlit með stökum jakka eða jakkafötum.

Afhending

Afgreiðslutími á sérsaumaðri skyrtu er um 6 vikur frá því að þú mætir í mælingu og velur útlitið á skyrtuna þína.

Fleiri skyrtur

Eftir að þú hefur látið mæla þig þá getur þú haft samband eða komið til að velja efni og útlit á nýjum skyrtum þegar þér hentar. Ef þú telur að þú þurfir að láta mæla þig aftur þá bókum við tíma fyrir þig í mælingu.

BÓKAÐU TÍMA FYRIR SÉRSAUM Á SKYRTU