Corneliani

Saga Corneliani

Corneliani er fjölskyldufyrirtæki og nær það allt til 1930 þegar Alfredo Corneliani setti upp vinnustofu til að gera regnjakka og frakka, sem var svo sett á ís vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Corneliani S.p.A var síðan stofnað í Mantua árið 1958 af Claudio og Carl Alberto, sem eru synir Alfredo Corneliani.

Árið 2005 fékk Corneliani verðlaunin Leonardo Prize sem eru veitt fyrir gæði. Corneliani sérhæfir sig í hágæða ítölskum fatnaði sem saumaður er af ástríðu. Frá jakkafötum og strigaskóm í fallegar yfirhafnir. Til gamans má geta að þetta er uppáhalds merki margra starfsmanna.

Fæst í Herragarðinum Kringlunni