Doriani Cashmere

Á bakvið Doriani eru vörur á hæsta stigi gæða. Á öðrum áratug síðustu aldar var fyrirtækið stofnað og framleiddi hágæða belti og leður strappa. Sjóherinn var stór kúnni fyrirtækisins vegna þess hvernig hönnunin á beltunum hentaði þeim og gæði þeirra.

Seinni kynslóð Doriani fjölskyldunnar byggði fyrirtækið upp á Ítalíu, þar sem vinnumenn voru sérhæfðir í regnfrökkum og frökkum. Einnig voru þeir sérhæfðir í að sérsníða flíkur á viðskiptavini. Vörurnar voru dreyfðar í 24 búðir á norður Ítalíu og hjálpaði það þeim að stækka fyrirtækið í það sem þeir eru dag.

Fyrirtækið hét þá STORM og var staðstett í Via Manzoni í Mílanó, Ítalíu. Árangur þeirra fólst í fyrsta flokks vöru og snöggri dreyfingu vara í búðir þeirra. Á sjötta áratug síðasta aldar, breytti þriðja kynslóð fjölskyldunnar stefnu fyrirtækisins og nafninu. Úr Storm fæddist vörumerkið DORIANI. Það helgaði sér einungs gæða Herrafatnaði og þá helst peysum (e. knitwear).

Það sem hefur hjálpað DORIANI að skara fram úr um allan heim eru peysurnar (e. knitwear) sem eru gerðar úr hágæða ull og Kasmír.

Fæst í Herragarðinum Kringlunni