Stenströms

Stoltir skyrtuframleiðendur síðan 1899

 

Stenströms var stofnað í Svíþjóð árið 1899 og eiga þeir langa sögu þegar kemur að framleiðslu á skyrtum. Stenströms er stofnað af August Stenströms og er fyrirtækið enn í eigu fjölskyldunnar. Síðan Stenströms hóf störf hefur fyrirtækið búið til hágæða skyrtur fyrir karlmenn á öllum aldri. Þeir byrjuðu að gera einungis fyrir heimamenn en núna hefur fyrirtækið teygt sig landamæra á milli og klæðir fólk um allan heim.

Þótt þeir hafa stækkað mikið hafa Stenströms ekki dregið úr gæðum í framleiðslu sinni. Úr bestu fáanlegu efnunum og ávalt að leitast við að gera betur, gerir Stenströms að einum besta skyrtuframleiðenda í heimi. Náttúruleg efni, skeljatölur, besta bómull sem er til, og allt það sem hægt er að týna saman til að búa til hina fullkomnu skyrtu.

Við eigum þær tilbúnar í stærðum XS – XXXL og getum líka sérsaumað hana fyrir þig. Stenströms skyrtur er eitthvað sem allir þurfa að prufa. Það kemur því ekki á óvart að þeir eru fyrsta val sænsku konungsfjölskyldunnar.

Fæst í Herragarðinum Kringlunni og Smáralind