22. maí 2014
ralph

Flokkar
Fréttir

Kringlukast 22 – 26 maí

20. mars 2014
ralph

Flokkar
Fréttir

Kringlukast 20-24 mars í Herragarðinum

20. febrúar 2014
ralph

Flokkar
Fréttir

Fermingin 2014

Í dag, fimmtudag, byrja fermingardagar. Glæsileg tilboð á fötum á fermingardrengi.

Og að sjálfsögðu erum við með eitthvað fyrir pabbana líka!

17. janúar 2014
ralph

Flokkar
Fréttir

Vorið er komið … í Herragarðinn

Fyrr í vikunni fengum við nýjar vörur – í Polo-hornið, Sand, nýjar Stenströms skyrtur, nýjar Eterna skyrtur og De Pio sokka. Hér eru nokkrar myndir af þessu nýja.

Nýju DePio sokkarnir eru virkilega flottir.

Polo-hornið, stútfullt af nýrri vöru

 

Stenströms fyrir alla!

Sand skyrtur, jakkar, jakkaföt, kakíbuxur og peysur

Smelltu hér til að skrá þig á Póstlista Herragarðsins, ef þú vilt fá tilboð, upplýsingar og tilkynningar sendar til þín í tölvupósti. (Við lofum að vera ekki óþolandi)

1. desember 2013
ralph

Flokkar
Spurt og Svarað

S&S: Hvernig eiga skórnir að vera á litinn?

Við erum reglulega spurðir hvernig skór fara við hvernig föt. Góð spurning sem vert er að svara hér á vefnum.

Okkar þumalputtaregla er einföld: Svart við svart, brúnt við allt hitt.

Við settum þetta upp í skýringarmynd hér að neðan.

Til að það sé á hreinu þá er þetta þumalputtaregla. Eins og þið sjáið þá er t.d. gert ráð fyrir að svart sé stundum notað við grátt. Sömuleiðis fjallar reglan ekki um aðra liti, t.d. bláa eða rauða skó, né hvernig skó eigi að nota við grænar, bláar eða rauðar buxur.

Í þeim tilfellum er um að gera að leika sér. Við erum hrifnari af brúnu almennt, og notum sjaldan svart við annað en svart. T.d. myndum við mæla með brúnum skóm við rauðar buxur (eða bláum).

En annars er gott að muna þumalputtregluna.

Ef þú hefur spurningu sem þú vilt fá svar við, þá geturðu sent okkur póst á facebook eða kringlan [hjá] herragardurinn.is og við svörum þér.

Smelltu hér til að skrá þig á Póstlista Herragarðsins, ef þú vilt fá tilboð, upplýsingar og tilkynningar sendar til þín í tölvupósti. (Við lofum að vera ekki óþolandi)

26. nóvember 2013
ralph

Flokkar
Fréttir

Okkar uppáhalds Ralph Lauren tilvitnanir

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að við erum mjög hrifnir af Ralph Lauren. Við ákváðum að setja hér inn nokkrar af okkar uppáhalds tilvitnunum í kappann, sem útskýrir svoldið hans þankagang hvað varðar föt og tísku.

“I don’t design clothes, I design dreams”

“Fashion is not necessarily about labels. It’s not about brands. It’s about something else that comes from within you”

“Style is very personal. It has nothing to do with fashion. Fashion is over quickly. Style is forever.”

„People ask how can a Jewish kid from the Bronx do preppy clothes? Does it have to do with class and money? It has to do with dreams“

„They know they’re going to look beautiful, and I don’t think women should look like costumes. They shouldn’t look like fashion victims.“

Smelltu hér til að skrá þig á Póstlista Herragarðsins, ef þú vilt fá tilboð, upplýsingar og tilkynningar sendar til þín í tölvupósti. (Við lofum að vera ekki óþolandi)
24. nóvember 2013
ralph

Flokkar
Sunnudagspistlar

Kakíbuxur og Chino’s – Uppruninn og sagan

Brot af litaúrvali okkar í Sand kakíbuxum (chinos) – þær eru slimfit og kosta 24.980,-

Sunnudagspistillinn er að þessu um kakíbuxr (eða chinos?) en flestir ættu að hafa tekið eftir kakí-öldunni sem hefur tröllriðið öllu í fataverslunum á síðustu árum. Nú ertu varla maður með mönnum án þess að eiga einar slíkar til að nota í skiptum við gallabuxurnar. En hvað eru kakíbuxur? Eða heita þær kannski Chinos? Hver er munurinn?

Kakí er upprunalega litur, þessi ljós-gulbrúni sem flestir þekkja. Orðið kemur úr persnesku, en breskir hermenn voru iðulega í þessháttar litum í Indlandi. Líkt og svo margt annað í herratísku.

Chino er vaðmálsefni, upprunalega úr bómull (og flestar buxurnar sem við seljum eru ennþá 100% bómull, eða 97-99% bómull með smá stretchi, sem skaðar engan!). Það var þróað á miðri 19. öld og notað af hermönnum. Hugmyndin var þægilegt, en harðgert efni í hermannaföt.

Rétta leiðin til að tala um þessar buxur væri sem kakílitaðar chinobuxur (því kakí er litur og chino er efnið) en við erum ekkert að stressa okkur á því – við hjálpum þér að finna réttu buxurnar hvort sem þú kallar þær kakíbuxur eða chinos (eða eitthvað annað sem þér dettur í hug). Kakíliturinn er enn vinsælastur, og í raun eru kakílitaðar buxur ein af þessum flíkum sem allir ættu að eiga í skápnum, en einnig er hægt að fá þær í miklu litaúrvali, frá rauðu í grænt og dökkblátt.

Polo-kakíbuxur í fjórum litum. Eru slimfit með stretch og kosta 26.980,-

Smelltu hér til að skrá þig á Póstlista Herragarðsins, ef þú vilt fá tilboð, upplýsingar og tilkynningar sendar til þín í tölvupósti. (Við lofum að vera ekki óþolandi)

11. nóvember 2013
ralph

Flokkar
Fréttir

Einstakur lúxus: Armani Su Misura í nærmynd

Armani Collezioni Su Misura (eða made-to-measure á ensku) er vöru og þjónustulína sem Armani býður upp á.

Su Misura þýðir að fötin eru ekki framleidd fyrirfram og send í búðir, heldur er viðskiptavinurinn mældur út og fötin saumuð til að passa hverjum og einum. Þá eru þau algjörlega handsaumuð – fullu canvased - engin gerviefni eða fatalím notað til að festa fóðrið heldur einungis náttúruleg efni.

Nýlega gerði Armani breytingar til hins betra á Su Misura prógramminu. Nú eru öll efnin sem boðið er upp á í sérsaumuð fötunum einstök – þ.e. einungis Armani hefur þessi efni, og eingöngu sérsaumuð föt eru gerð úr þess efni.

Viðskiptavinir fá að velja  öll smáatriði, geta þrengt og víkkað sniðin sem byggt er á eins og þeim hentar. Litur í fóðri og tölur á jakka fara eftir smekk þeim sem kaupir. Jakkaermar eru með tölum og hnappagötum sem eru opnar og virka og með ísaumuðu nafni þess sem á fötin er punkturinn settur yfir i-ið.

Að eiga sérsaumuð föt er einstakt. Hvort sem um er að ræða jakkaföt, smóking, kjólföt eða staka jakka þá er eitthvað sérstakt að vita til þess að enginn í heiminum eigi sams konar flík og maður sjálfur.

Yfirklæðskeri Armani, Walter Siciliano, verður hjá okkur í Herragarðinum Kringlunni að mæla fyrir sérsaumuðum Armani fötum. Áhugasömum er bent á að hafa samband við okkur í síma 568-9234 til að panta tíma eða fá frekari upplýsingar.

8. nóvember 2013
ralph

Flokkar
Fréttir

Armani sérsaumur 14. nóvember

Þá er komið að því. Walter Siciliano frá Armani kemur næsta fimmtudag (14. nóv) og mælir fyrir sérsaumuðum fötum.

25. október 2013
ralph

Flokkar
Spurt og Svarað

S&S – Hvað á ég að hneppa mörgum tölum?

Við erum reglulega spurðir um hvernig eigi að hneppa jökkum, peysum, frökkum, vestum og svo framvegis. Þessvegna settum við saman þennan póst, og hér fylgja helstu þumalputtareglur hvað það varðar.

Almenna meginreglan er að hneppa aldrei neðstu tölunni.

Ástæðan er einföld – jakkar, og aðrar flíkur með tölum, eru oftast þannig sniðnar að það kemur vansnið, eða það verður ljótt, þegar neðstu tölunni er hneppt. T.d. verða jakkar oft þröngir yfir mjaðmirnar á ljótan hátt þegar neðstu tölunni er hneppt.

Jakkar (jakkfata og stakir)

Þannig ef þú ert í jakka með tveim tölum þá á að hneppa efri, en ekki neðri.

Efri hneppt, neðri opin

Svipaða sögu má segja um jakka með þrem tölum, en þar er gott að muna „Sometimes, always, never.“ – Efstu töluna stundum, miðjutöluna alltaf, neðstu töluna aldrei.

Sometimes – Always – Never

Undantekningin er þó ef jakkinn er bara með einni tölu, þá ætti að hneppa henni.

Vesti og peysur

Hnepptar peysur, þá sérstaklega þynnri jakkapeysur, heyra undir sömu reglu og jakkarnir, þ.e. að hneppa ekki neðstu tölunni. Sömu sögu má segja með jakkafatavesti. Undantekningar eru samt gerðar, t.d. ætti að hneppa öllum tölum á kjólfatavestum.